Stuttur sokkur fyrir lengdarbogann á fætinum sem er kannski búinn að slakna niður eða hefur alltaf verið slappur frá fæðingu og hálfgerður plattfótur. Þá gagnast þessi sokkur dásamlega og styður við bogann og lyftir upp fætinum.
Veitir stuðning og léttir við gang. Hægt að nota allan daginn eða part úr degi, bara það sem hentar best.
Stór gelpúði er fastur inn í sokknum sem veitir stuðninginn og léttir fólki sporin.
Aðeins má þvo í höndunum til að skemma ekki gelpúðann.
Sílikonið sem er notað er BPA free reusable silicone.