Retinol Lift

Retinol Lift

Venjulegt verð 0 kr 14.990 kr Útsala

Retinol Lift hylki innihalda serum, 1 skammt í hverju hylki sem vinnur sérstaklega gegn öldrun húðarinnar með því að draga sjáanlega úr fínum línum og djúpum hrukkum, slétta og jafna yfirborð húðarinnar ásamt því að betrumbæta teygjanleika, auka birtu og húðljóma.

Silfurhúðuð hylki pökkuð með Retinoli og E-Vítamíni án allra aukaefna fyrir hámarks árángur!

Hvað gerir Retinol Lift?

Eykur húðflögnun

Sléttir yfirborð húðarinnar

Minnkar sjáanlega stórar húðholur, línur og hrukkur

Gerir við/betrumbætir húðskemmdir svo sem ör eftir bólur

Vinnur gegn litabreytingum, gerir við/betrumbætir sólarskemmdir

Jafnar húðlit og eykur birtu og ljóma húðarinnar

Retinol einnig betur þekkt sem A-Vítamín er eitt mest rannsakaða efnið í heimi snyrtivara og kannast eflaust margir við góða virkni þess á húðina.

Retinol var lengi einungis fáanlegt hjá læknum vegna sérstakra meðferða t.d. á mjög slæmum örum, bólum og litablettum.

Retinol örvar nýmyndun húðarinnar á kröftugan hátt og eykur húðflögnun þannig að húðin endurnýjar sig og náttúruleg kollagen framleiðsla og magn eykst. Við þetta verður yfirborð húðarinnar sléttara, línur og ójöfnur eins og hrukkur, gömul ör og stórar húðholur verða sjáanlega minni og litarhaft húðarinnar verður bjartara.

Við getum ímyndað okkur að við höfum ýtt á hraðspól í endurnýjun húðarinnar og húðin losi sig við ójöfnur og vinni að skemmdum sem hafa komið upp í gegnum árin líkt og að jafna út og fletja fallegt kökudeig.

Afhverju hylki ? Jú með svo virk efni er alltaf stóra spurningin hvernig á að koma því til skila með sem bestum árángri og virkni fyrir viðskiptavin.

Retinol er mjög viðkvæmt fyrir hita, ljósi og missir fljótt virkni í sambandi við súrefni.

Til þess að skila hámarksvirkni og hámarks magni til viðskiptavins án þess að eyðileggja þetta töfraefni í óþarfa aukaefnum sem draga úr virkni og metta húðina þá er því pakkað inní einnota hylki sem heldur utan um hvern skammt sem fer á húðina og gefur hámarksárángur í hvert skipti.

Vísindalegar rannsóknir sanna að með reglulegri noktun Retinol Lift, dregur úr línum og hrukkum um 15%, teygjanleiki húðarinnar eykst um 12% og þéttleiki um 14,5% á meðan húðljómi og birta eykst um 22.2%