Lifting & Recovery Cream
Venjulegt verð
0 kr
11.990 kr
Útsala
Andlitslyfting í krukku!
Lifting & Recovery Cream er algjör bomba fyrir húð sem er byrjuð að slakna og tapa orku. Sérlega endurnýjandi og nærandi krem sem hefur lyftandi áhrif á slaka húðvefi.
Ríkulegt magn af A-Vítamíni og Hafrapróteini örva náttúrulega framleiðslu húðar á kollagen- og elastínþráðum sem sjá um að viðhalda stinnleika og fyllingu „plump“ í húðinni ásamt því að veita henni aukna orku og seiglu gegn þyngdarafli tímans.
A-Vítamín hefur lengi verið notað í krem og meðferðum bæði hjá læknum og snyrtifræðingum vegna mikillar virkni og sýnilegs árángurs á húð, en það er einstaklega endurnýjandi og örvandi fyrir náttúrulega starfsemi húðarinnar og betrumbætir húðstrúktur svo um munar. Frábært orkuskot fyrir krefjandi húðgerðir, sléttir og dregur saman fínar línur, fyrirbyggir og hægir á öldrun húðarinnar, viðheldur stinnleika og fyllingu, jafnar litarhátt og gefur hraustlegan húðlit og ljóma.