Hægt að nota yfir fingur eða tær. Gott til að verja eymsli. Hægt að klippa til eins og hentar hverjum og einum. Hver hólkur ætti að passa “flestum” fingrum/tám að stærð á breiddina, en svo er mjög einfalt og fljótlegt að klippa hólkana til á lengdina og sníða að stærð og þörfum hvers og eins. Hólkarnir eru úr sílikoni sem er mjög mjúkt viðkomu en efnið og gæðin í því eru þannig að hólkarnir haldast vel á fingrum àn þess að klístrast við. Myndast ekki sviti undir og þ.a.l. engin auka bakteríumyndun.
Sílikonið sem er notað er BPA free reusable silicone
Koma 5 saman í pakka