
Epigenetic Power Duo
Venjulegt verð
18.990 kr
Útsala
Byltingarkennd formúla Epigenetic Serum sameinar krafta sína við endurbætta formúlu Pro Lift Cream í öflugu tvíeyki sem vinnur djúpt í neðstu húðlögum með háþróaðri epigenetískri tækni á frumustigi húðarinnar. Viðgerðarferli og varnarviðbragð húðfrumna er glætt nýrri orku sem styrkir mótstöðuafl og eykur lífsþrótt sem skilar af sér lengri líftíma húðfrumna.
Við það fær húðin aukna seiglu sem hægir á náttúrulegu öldrunarferli og hrörnun líkt og tíminn standi í stað!
Kemur í fallegum gjafapoka og með kaupauka, glæsileg og vönduð Janssen Cosmetics snyrtitaska fylgir öllum Epigenetic Power Duo jólatilboðum á meðan birgðir endast.
Inniheldur 1x Epigenetic Serum 10ml & 1x Pro Lift Cream 50ml
Epigenetic Serum hægir sýnilega á öldrunarferli húðarinnar með epigenetískri tækni á frumustigi, fyrirbyggir ótímabæra öldrun, dregur sýnilega úr hrukkum/línum í húðinni, eykur náttúrulegar varnir fyrir sindurefnum og niðurbroti og varðveitir hraustleika og unglegan ljóma húðarinnar.
Pro Lift Cream er öflugt djúpnærandi og endurnýjandi krem með endurbættri formúlu úr Demanding Skin vörulínu Janssen Cosmetics. Inniheldur þykkni úr „ofurávöxtum“ eins og trönuberjum og rambútanlaufum sem örva endurnýjun húðarinnar og draga úr línum og hrukkum. Kremið þéttir og bætir teygjanleika húðarinnar með lyftandi áhrifum sem gerir hana unglegri og frísklegri. Streita, svefnleysi og skaðleg umhverfisáhrif setja mark sitt á andlitið, en þetta er hægt að minnka sýnilega með reglulegri umönnun.
Rambútanþykkni tryggir að húðin geti slakað á og náð dýrmætri endurheimt. Náttúrulegt efni úr laufum þessara gómsætu, suðrænu ávaxta dregur úr öldrun og styrkir kollagen og elastín þræði sem eykur teygjanleika húðarinnar og gerir hana unglegri. Um leið hjálpar öflugt lífrænt trönuberjapeptíð við að bæta þéttleika húðnetjunnar og draga úr línum og hrukkum. Tvíþætt hýalúrónsýra færir húðinni djúpnærandi raka og gerir hana sýnilega sléttari. Að auki er þessi fjölvirka öldrunarvarnarblanda auðguð með nauðsynlegum fitusýrum og amínósýrum sem styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar og vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar.
Þetta ríkulega og silkimjúka krem smýgur auðveldlega inn í húðina og færir henni mýkra og jafnara yfirlag með auknum þéttleika og lyftingu. Húðin fær aukinn kraft aukna mýkt og unglegan ljóma.