Balancing Cream

Balancing Cream

Venjulegt verð 0 kr 8.450 kr Útsala

24stunda krem með tvöfaldri virkni fyrir blandaðar húðgerðir, kremið hefur hreinsandi og mattandi eiginleika en nærir jafnframt húðina þar sem þarf og kemur þannig jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar allt í einni vöru.
Blönduð húðgerð getur átt erfitt með að finna jafnvægi þar sem þarfir húðarinnar eru misjafnar eftir svæðum, yfirleitt er T-Svæði húðarinnar olíukennt, húðholur opnar og með fílapenslamyndun á meðan önnur svæði virka þurr og vantar aukna næringu og raka.
Olíuglans og fílapenslamyndun getur verið hvimleitt ástand og er oftast tilhneiging til þess að einblína á að reyna koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar sem getur haft enn meiri þurrkandi áhrif á þau svæði þar sem húðin þarfnast meiri raka og næringar og skapar þannig ójafnvægi, ertingu og ónotatilfinningu í húðinni.
Balancing Cream mætir þarna mismunandi þörfum húðarinnar á áhrifaríkan hátt og jafnar starfsemi fitukirtlanna bæði á olíukenndari svæðum þar sem fituframleiðsla er mikil og á þurrari svæðum sem vantar meiri næringu og rakafyllingu.
Árángurinn er jafnari húð þar sem opnar húðholur dragast saman og fílapenslamyndun minnkar með sjáanlegum árángri, húðin endurheimtir mýkt og losnar við ertingu og ónot af völdum þurrks.
Kremið er létt og silkimjúkt viðkomu og gefur húðinni frísklega tilfinningu en hefur jafnframt mattandi áhrif á yfirborð húðarinnar þar sem örfínt Polyamide púður dregur í sig umfram húðfitu þannig húðin helst þurr og mött viðkomu.