AHA + BHA Cleanser
AHA + BHA Cleanser

AHA + BHA Cleanser

Venjulegt verð 0 kr 7.750 kr Útsala

AHA + BHA Cleanser pH 4,2

AHA + BHA Cleanser er áhrifarík hreinsimjólk fyrir olíukennda, bólugjarna og Acne húðgerðir og einnig fyrir grófgerða/eldri húð með opnar/stórar húðholur.
Hreinsimjólkin inniheldur ávaxtasýrur sem hreinsa burt farða, óhreinindi og dauðar húðfrumur á áhrifaríkan hátt af yfirborði húðarinnar.

AHA + BHA hreinsimjólkin inniheldur blöndu af AHA glycolic, malic, citric og tartaric sýru og BHA salicylic sýru sem vinna fullkomnlega saman í baráttunni við opnar/stíflaðar húðholur, bólur og bakteríusýkingar (Acne) í húðinni.
AHA sýrunar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og opna fyrir stíflaðar húðholur sem gefur húðinni tækifæri að losa um umfram húðfitu og dregur þannig úr að húðholur stíflist og myndi djúpar bólgur eða bólur.
BHA salicylic sýran styður svo enn betur við þetta ferli þar sem hún fer ennþá dýpra niður í húðholunar með fituleysanlegum áhrifum og hreinsar upp stíflaðar húðholur og fílapensla með bakteríudrepandi eiginleikum, salicylic sýran hefur einnig bólgueyðandi áhrif á Acne húðgerðir þar sem húðin getur oft verið viðkvæm og aum viðkomu.

Við reglulega noktun á AHA + BHA Cleanser öðlast húðin betra jafnvægi sem styður við náttúrulega endurnýjun og heilbrigði húðarinnar, opnar/stórar húðholur dragast saman og minnka með sýnilegum árángri og sléttir úr yfirborði húðarinnar.

Noktun: Dreifið mjólkinni vel yfir andlit, háls og bringu og hreinsið með léttum hringlaga hreyfingum í 3-5min, hreinsið síðan af með volgu vatni/þvottapoka og ljúkið hreinsun með andlitsvatni Purifying Tonic.

*Hafa ber í huga að pH gildi vörunnar sem er 4,2 ekki hafa mjólkina lengur á húðinni en 3-5min