AfmælisDekurpakki Fegurðar
AfmælisDekurpakki Fegurðar

AfmælisDekurpakki Fegurðar

Venjulegt verð 34.900 kr 19.019 kr Útsala

Stæðsta Andlitsmeðferðin okkar með handadekri  á 19.019kr 


Snyrtistofan Fegurð varð 19.ára þann 17.nóvember og ætlum við að bjóða einstaka andlitsmeðferð með lúxus dekri á hendur á aðeins 19.019kr fullt verð 34.900kr 

Sérstök Andlitsmeðferð sem er eingöngu fáanleg í þessum pakka 👌 

⭐️ Meðferðin byrjar á húðgreiningu til að meta ástand húðar því næst yfirborðshreinsun og svo er húðin burstuð til að fá gott blóðflæði og fullkomna djúphreinsun. Ampúla með virkum efnum er nudduð á andlit, háls og bringu og á ampúlan greiða leið djúpt niður í húð vegna þess að við erum búin að undirbúa húðina vel til að hámarka upptöku á þessum lúxus efnum sem við erum að nota. Því næst er Gúmmíflettimaski settur á andlit og á meðan eru hendur skrúbbaðar með lúxus olíu saltskrúbb og nærandi kremi nuddað vel inn. Hendur fá sérstakan maska sem er stútfullur af vítamínum og olíum sem virkilega næra þreyttar og þurrar hendur. Meðferðinni líkur svo með lúxus kremi á andlit, háls og bringu. 

Hægt er að bæta við Dekur fótsnyrtingu þar sem fætur eru snyrtar og sigg er fjarlægt og kostar sá pakki 29.900kr en fullt verð er 50.800kr

Einnig er hægt að fá þennan Dekurpakka með yndislegu Slökunarnuddi til að toppa lúxusinn á allan líkamann.  

Hægt er að bóka í þennan flotta AfmælisDekurpakka frá og með 1janúar 2024, alla virka daga milli 10-16 

þessum pakka fæst ekki breytt eða skipt.