Æðislegir burstar til að bera krem/gel maska á húðina. Kemur í veg fyrir að þurfa setja fingur ofan í dós af maska. Aukið hreinlæti og aukin nákvæmni við að bera vöruna á andlit. Bursta skaftið er úr glæru endurunnu plasti og hárin úr nylon og hentar það einstaklega vel til að bera vöruna rétt á.
Þessa bursta höfum við notað lengi í okkar andlitsmeðferðum og eru alltaf eins og nýir, þrátt fyrir mikla notkun en út af hvernig þeir eru búnir til og efnið sem þeir eru úr þá er svo afskaplega auðvelt að þrífa þá eftir hverja notkun og haldast þeir þess vegna eins og nýir.