Einstaklega mjúk og þægileg húfa/andlitsgríma sem dregur úr hausverk og slakar á spennu. Gott fyrir þrota og bjúg í andliti og frískar vel upp á húðina. Einnig eru margir með mikla vöðvaspennu og vöðvabólgu í höfði og þá er gott að kæla.
Á snyrtistofunni notum við andlitsgrímuna/húfuna mikið í andlits og nuddmeðferðum.
Eitt besta ráðið við miklum hausverk/ mígreni er að kæla niður spennuna og slaka á og hafa myrkur. Gríman er silkimjúk með kæligeli og er þar af leiðandi alltaf köld en það er dásamlegt að geyma hana í kæli/frysti til að fá meiri kælingu.
Kemur í einni stærð sem henta “flestum” - “one size fits all “