Regulating Retinol Cream er djúpvirkandi 24-stunda krem fyrir grófar og þykkar húðgerðir sem og eldri húðgerðir sem þurfa kröftuga endurnýjun, næringu og orku.
Kremið hefur áhrifamikla virkni og hraðar öllu endurnýjunarferli húðarinnar með djúpnærandi eiginleikum, dregur saman og minnkar stórar/opnar húðholur og fyllir uppí fínar línur með sléttandi áhrifum á yfirborð húðarinnar.
Inniheldur hjúpað Retinol sem helst stöðugt á ferð sinni niður húðlögin og tryggir þannig hámarksupptöku og virkni í neðstu húðlögum, Equal-Refining Complex sem dregur úr olíuglans og hefur samherpandi áhrif á stórar/opnar húðholur, rakagefandi Hyaluronic sýru og nærandi Shea butter sem eykur mýkt og fyllingu húðarinnar.
Með aukinni nýmyndun öðlast húðin aukna orku og hreinleika sem eykur bæði birtu og náttúrulegan húðljóma, yfirborð húðarinnar þéttist eftir því sem húðholur og fínar línur dragast saman og náttúruleg kollagenframleiðsla eykst sem gefur húðinni aukna fyllingu og mýkt.