24hour Moisture Infusion

24hour Moisture Infusion

Venjulegt verð 11.990 kr Útsala

Fullkomið húðumhirðusett fyrir allar húðgerðir sem vantar aukinn raka og mýkt.
Settið samanstendur af þremur sérvöldum vörum úr Dry Skin vörulínu Janssen Cosmetics með djúpvirkandi rakagefandi og nærandi eiginleikum.

Ríkuleg rakagjöf endurlífgar húðina og veitir þurri húð samstundis létti, aukna mýkt og frísklegan húðljóma.
Nærandi formúlurnar umvefja húðina vellíðan með langvarandi virkni og endingu.

Settið kemur í fallegum gjafapoka og inniheldur 1x Deep Xpress Moist Serum 30ml, 1x Super Hydrating Cream 30ml & 1x Hyaluron3 Replenish Cream 30ml

Deep Xpress Moist Serum inniheldur háþróaða Hydro Express Complex formúlu sem myndar ósýnilegt en jafnframt sterkt og ótrúlega virkt net virkra efna sem sameinast í efstu lögum húðarinnar og gefa húðinni jafnt og þétt skammta af raka og næringu með virkni sem endist í allt að 5 daga frá síðustu ásetningu.
Þannig viðheldur húðin auknu rakamagni, mýkt og fyllingu og öðlast einstaka frumuvernd gegn umhverfisáhrifum svo sem veðurfarsbreytingum og öðru sem valda rakatapi húðarinnar. Ultra létt formúlan smýgur hratt niður húðlögin og skotstundu með samstundis kælandi og frískandi áhrifum þar sem þú bókstaflega finnur húðina taka við sér.

Super Hydrating Cream er mjúkt og einstaklega rakagefandi krem sem gefur rakaþurrum húðgerðum hámarks virkni af næringarríkum innihaldsefnum sem auka þéttleika og gera yfirborð húðarinnar slétt og silkimjúkt.
Allar húðgerðir þurfa raka til að viðhalda fyllingu og heilbrigði húðar, Super Hydrating Cream er hið fullkomna rakakrem fyrir allar húðgerðir til að gefa húðinni daglega næringu og auka rakamagn sem veitir vörn gegn ytra áreiti og ótímabærri öldrun húðarinnar.
Kremið veitir djúpa rakagjöf niður í neðstu húðlög og fyllir húðina af raka líkt og þegar þurr svampur kemst í snertingu við vatn með sérþróaðri tækni þar sem krosstengdar samsetningar af Hyaluronic sýru mynda einskonar raka-net í húðinni með “plumping” áhrifum.

Hyaluron3 Replenish Cream er einstaklega næringarríkt og baðar húðina uppúr náttúrulegum gersemum á borð við hreina Avocado Olíu og Plöntuþykkni úr Hvítum Lúpínum verndar einnig frumunar fyrir skaðlegum áhrifum sindurefna og ótímabærri öldrun með andoxandi eiginleikum frá E-Vítamíni, samsetning þessa lykil efna sér um að veita húðinni djúpan raka, bæta starfsemi og þannig styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar bæði sem 24stunda- eða næturkrem eftir þörfum húðarinnar.