Orkumikil ampúla og sannkallað vítamínskot fyrir þreytta, slaka og líflausa húð. Inniheldur Artemia-Þykkni og Caviar-Þykkni sem eru sérstaklega rík af amínósýrum, steinefnum og fjölsykrum. Saman mynda þessi efni varnarfilmu og vernda húðina fyrir rakatapi og sindurefnum „free radicals“ ásamt því að örva endurnýjun og auka sjáanlega húðljóma.
Árángurinn er aukin orka og endurnýjun og vörn gegn sindurefnum, sérstaklega góð til að vekja upp líflausa húð. Góð sem „viðgerð“ fyrir húð sem hefur verið undir miklu álagi, stressi og streitu.
Einn skammtur er í hverri ampúlu og inniheldur hver ampúla lágmarks aukaefni þar sem þær eru lofþéttar og pakkaðar undir sérstökum skilyrðum.
Innihaldsefnin eru mjög virk og síast lengra niður í húð en aðrar snyrtivörur og flytja með sér virk efni, ekki er hægt að geyma ampúlu þar sem innihaldsefni oxast og skemmast ef þau eru geymd í opnum umbúðum.