Næturkrem með tvöfalt öflugri virkni heldur en dagkrem. Kröftug blanda af lipoamino sýru, diacetyl boldine og SORR plöntuþykkni vinna að því að sundra tengslum á milli melaninfrumna sem mynda litaflekki á yfirborði húðarinnar ásamt því að hindra nýmyndun þeirra. Kremið innih. einnig rauðan þara sem er einstaklega andoxandi og næringaríkur, hann hefur þau áhrif á húðina að hún fær frísklegra yfirbragð og verður líflegri.
Fullkomið krem gegn litabreytingum og fyrir þroskaða húð til þess að fyrirbyggja elli-og sólarskemmdir sem koma með öldrun húðarinnar.
Einnig hentar það mjög vel húð sem er þreytt og föl og þarfnast orku. Kremið innheldur einnig fíngert púður sem gefur húðinni matta og flauelskennda áferð.