Þessi meðferð er núna með 25% afslætti - afsl reiknast sjálfkrafa af verðinu í körfu þegar þetta tilboð er keypt á síðunni
- Styrkjandi augnmeðferð með frostþurrkuðu kollageni og djúpvirkandi ampúlu. Kollagen er náttúrulegt fylliefni húðarinnar og dregur úr fínum línum, sléttir og hefur stinnandi áhrif. Notast er við djúpvirkandi serum og ampúlur sem eru bornar á með slakandi sogæðanuddi í kringum augnsvæði sem dregur úr þrota, minnkar bólgur og dökka bauga. Húðin verður bjartari og fær líflegri ljóma. Augnhár og brúnir eru lituð og brúnir mótaðar ásamt nærandi varamaska fyrir sléttari og fylltari varir.