🎄Jóladagatal🎄
🎄Jóladagatal🎄

🎄Jóladagatal🎄

Venjulegt verð 0 kr 19.990 kr Útsala

Dagatalið í ár hefur fengið glænýtt útlit í elegant bláum og gylltum lit með nýrri og glæsilegri hönnun og er nú samanbrjótanlegt um miðjuna líkt og bók.
JANSSEN COSMETICS aðventu dagatalið er dásamleg leið til þess að hleypa smá auka birtu inn í skammdegið og njóta aðventunnar enn frekar þar sem hver dagur verður dekurdagur. Nærandi niðurtalning til jóla með fullkomlega samsettum ampúlu kúr sem svíkur engann.

Dagatalið byrjar á djúpnærandi  Bi-Phase Skin Recoveryampúlu, sem endurstillir og sefar húðina og undirbýr hana fullkomlega fyrir næstu skref af virkum ampúlum sem á eftir koma. Bi-Phase Skin Recovery ampúlan er einnig endurtekin aftur í gegnum dagatalið til þess að viðhalda virkni og sefa húðina. Hyaluron Fluid ampúlan fylgir á eftir með djúpvirkandi rakagjöf sem fyllir húðlögin af nauðsynlegum raka og eykur á flutningsleiðir virkra efna niður húðina. Því meiri raki sem er í húðinni því betri verður upptaka virkra efna. Öflug andoxunarefni eiga nú greiða boðleið og húðin orðin vel móttækileg fyrir virkari meðferð og þar kemur Superfruit Fluid ampúlan sterk inn hlaðin af vitamínum og einstakri orku ofurávaxta.

Caviar Extract ampúlan fylgir á eftir með djúpvirkandi og örvandi áhrifum á frumustarfsemi húðarinnar og glæðir hana af aukinni orku og húðljóma. Skin Contour Fluid ampúlan færir okkur yfir á seinni hluta kúrsins þar sem áherslan er á að bæta þéttleika og styrkja húðvefi. Elastin örvandi peptíð styrkja náttúrulega elastin þræði húðarinnar og auka togkraft með lyftandi áhrifum. Marine Collagen Fluid ampúlan styður enn frekar við ferlið og virkni með hreinu sjávarkollageni og minnkar umfang á fínum og djúpum linum á yfirborði húðarinnar.

Anti-Wrinkle Booster ampúlan færir okkur svo nær endanum og innsiglar aukinn þéttleika húðarinnar með einstakri 3-D express lifting tækni. Radiant Skin Fluid ampúlan bætir svo enn frekar á húðljómann rétt fyrir hátíðarhöldin.

Síðasti hápunkturinn og jafnframt síðasti glugginn á dagatalinu lýkur svo með tvöfaldri mini booster meðferð. Þar sem tvær ampúlur eru notaðar í röð  Radiant Skin Fluid og Anti-Wrinkle Booster sem hámarka virkni innihaldsefna og innsigla þennann glæsilega kúr.

 

Aðventudagatal Janssen Cosmetics er framleitt sérstaklega fyrir hátíðarnar til þess að gefa gefa viðskiptavinum tækifæri á að kynnast þeim einstöku eiginleikum og virkni sem ampúlunar búa yfir og kemur í takmörkuðu upplagi á hverju ári.
Dagatalið er sérframleidd tilboðsvara og býður viðskiptavinum uppá einstakann ampúlu kúr á frábæru verði og er nú þegar orðinn ómissandi partur af aðventunni fyrir marga.


Tryggđu þèr eintak og hver dagur verđur dekurdagur, húđin verður samstundis frísklegri og öðlast nýjan orkuljóma strax á fyrsta degi.
Verðgildi innihalds dagatalsins er  32.490kr en dagatalið kostar aðeins
 19.990kr